Hvað sagði litli hverinn við stóra hverinn?
“Hver er ég?”
Hvað sagði stóri strompurinn við litla strompinn?
“Ert þú ekki of lítill til að vera að reykja?”
Hvað sagði koddinn við hinn koddann?
“Koddu aðeins”
Hvað sagði klukkan við úrið sem sagði frá vitlausum tíma?
“Stilltu þig!”
Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn?
“Hittumst á horninu”
Hvað sagði múraði veggurinn með tvö hlið, við vegginn sem var bara með eitt hlið?
“Komdu við hliðin á mér”
Hvað sagði gæsin á tjörninni við hina gæsina á föstudegi?
“Veistu um eitthvað gott gæsapartý”
Hvað sagði læknirinn við hjúkkuna sem spurði hvað uppáhalds hljómsveitin hans væri?
“The Cure”
Hvað sagði Bruce Lee að væri uppáhalds drykkurinn sinn?
“Karat-te”
Hvað sagði stóra grín bókin við litlu landafræði bókina?
“Taktu mig ekki svona bókstaflega”
Hvað sagði tónskáldið og fatahönnuðinn?
“þetta tónar vel saman”
Hvað sagði Jesús þegar hann sá faraskjót sinn?
"hann er nú hálf asnalegur"
Hvað sagði metanbíllinn við bensínbílinn?
"afsakið"
Hvað sagði úrið við klukkuna þegar klukkan sagði við úrið "farðu úr"?
"Já, klukkan hvað?"
Hvað sagði eplið sem datt úr eikinni?
Ekkert! Epli kunna ekki að tala.
Hvað sagði drengurinn við pabbann þegar hann sagði honum að drengurinn væri glasabarn?
"Og hvað varstu búinn með mörg glös?"
Hvað sagði hríslan við tréið?
"Greinilega"